Bókmenntagagnrýni á almannavettvangi: vald og virkni ritdóma á íslensku bókmenntasviði
Autor: | Aðalsteinsdóttir, Auður |
---|---|
Přispěvatelé: | Ástráður Eysteinsson, Íslensku- og menningardeild (HÍ), Faculty of Icelandic and Comparative Cultural Studies (UI), Hugvísindasvið (HÍ), School of Humanities (UI), Háskóli Íslands, University of Iceland |
Jazyk: | islandština |
Rok vydání: | 2016 |
Předmět: | |
Popis: | Í þessari ritgerð er fjallað um vald ritdómara og virkni ritdóma á íslensku bókmenntasviði sem og í alþjóðlegu samhengi, allt frá upphafi fjölmiðlunar til dagsins í dag. Sýnt er fram á að vald ritdómarans er ætíð ótraust og að hann á sífellt á hættu að vera ásakaður um að misnota það, enda felst þetta vald í að rofin eru mörk hinna ýmsu samfélagssviða og hefðbundinna andstæðupara eins og fræðaheims og fjölmiðla, lista og fræða, fræða og afþreyingar, hins persónulega og almannavettvangs, fagurfræði og pólitíkur, listar og markaðar, lögmætrar valdbeitingar og stjórnleysis. Íslenskir ritdómar urðu til á mörkum bókmenntasviðsins, fræðasviðsins og fjölmiðlasviðsins, undir miklum áhrifum frá stjórnmálasviðinu og hinni ýmsu pólitík, ekki síst kynjapólitík, og síðar sívaxandi áhrifum frá markaðslögmálum efnahagssviðsins, og sköpuðu sérstakt svæði sem ber einkenni af samþættingu og átökum allra þessara sviða. Í rannsókninni er fjallað um þessa skörun sviða í ritdómum og athygli sérstaklega beint að því hvaða áhrif hún hefur á virkni þeirra á bókmenntasviðinu. Í fyrsta kafla er fjallað um rætur evrópskrar ritdómahefðar, en grunnur að ákveðnu bókmenntakerfi, byggðu á stigveldi, var lagður af Forn-Grikkjum og Rómverjum. Hugmyndir um lýðveldi menntanna lágu svo til grundvallar samskiptaneti menntaðra manna í Evrópu sem fór að þróast á 14. öld. Það byggðist ekki síst á umfjöllun og ráðleggingum um ýmis rit. Slík umfjöllun tók á sig formlegra yfirbragð og valdsmannslegri tón við tilkomu prentaðra fjölmiðla og varð mikilvægur hluti af þróun evrópsks bókamarkaðar. Hin nýja textategund, ritdómar, tók mið af hugmyndum um „hreinsandi“ hlutverk gagnrýninnar, sem eiga sér m.a. rætur í satírunni, og notuðu ritdómarar þær hugmyndir til að verjast ásökunum um misnotkun þessa nýja valdatækis á bókmenntasviðinu. Í öðrum og þriðja kafla er fjallað um fyrstu skref ritdómara hér á landi á fyrri hluta 19. aldar; hvernig þeir sóttu í evrópska ritdómahefð, og þá aðallega danskar fyrirmyndir, og byggðu á grundvelli sem lagður hafði verið í fagurfræðilegri umræðu 18. og 19. aldar sem og lögmálum blaðamennskunnar er hér var að þróast. Í fjórða til sjötta kafla er svo fjallað um þann samslátt og þá togstreitu sem verður í íslenskum ritdómum 20. aldarinnar og fram á okkar daga, milli bókmenntasviðsins annars vegar og stjórnmálasviðsins, fræðasviðsins og markaðslögmála efnahagssviðsins hins vegar. Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að ritdómar hafa virkað sem ritúalískar athafnir þar sem við útfærum hugmyndir okkar um beitingu valds, innan bókmenntasviðs sem er hluti af þekkingarrými er teygir rætur sínar allt aftur til fornaldar en gildismat þess byggist á stigveldi þar sem undirskipun ákveðinna menningarþátta treystir stöðu annarra sem teljast hærra settir. Innan hins ritúalíska ramma ritdómanna, sem er bæði efnislegur og hugmyndalegur, myndast svigrúm til að reyna á mörk þessa þekkingarrýmis — svo fremi slíkar tilraunir séu taldar í þágu samfélagskerfisins. Mikið ríður því á að skapa öruggan ramma um þessa gjörð. Á öndverðri 21. öld eru hins vegar ýmsar blikur á lofti og vísbendingar um að í nýju fjölmiðlaumhverfi og á breyttu almenningssvæði sé þessi virkni ritdóma ekki lengur jafn mikilvæg og jafnvel að fjara út. Í lokin er velt upp þeirri hugmynd hvort mögulegt sé að gefa sér aðrar forsendur, öðru vísi hugmyndalegan ramma sem viðhaldi þessari virkni í breyttu fjölmiðlaumhverfi. Þótt ítarlegri könnun á þeim möguleikum verði að eiga sér stað utan þessarar ritgerðar gæti verið gagnlegt að hafa þar til hliðsjónar það sem hér kemur fram um sögu ritdóma, hefðbundin einkenni þeirra, þær átakalínur sem hafa skapast í þeim og kringum þá og það afl sem þeir hafa leyst úr læðingi. This study examines the power of book reviewers and the function of journalistic literary criticism in the Icelandic literary field from the beginning of print media to the 21st century, with a view to international and historical contexts. It manifests that the reviewer's power is always vulnerable and susceptible to accusations of abuse, for this power itself derives from breaching the boundaries of various social fields and traditional opposition pairs like the academy and the media, scholarship and art, scholarship and entertainment (popular culture consumption), the personal sphere and the public sphere, aesthetics and politics, art and the marketplace, and, last but not least, the exercise of legitimate authority versus anarchy. Icelandic book reviews were born on the boundaries of the literary field, the academic field and the media field, under a strong influence from the political field, not least from gender politics, and later from the “laws” of the market in the economic field. The reviews created a space characterized by the relations and conflicts between all these fields. This study places its main focus on how this interconnection of fields impacts the function of book reviews in the literary field. The first chapter traces the roots of European book reviews. A foundation for a certain hierarchical literary system is laid by the Ancient Greeks and Romans. Later, ideas of a „republic of letters“ made their mark on the development of a communication network where European intellectuals exchanged descriptions and recommendations of books and texts. Such reporting took on a more formal and authoritative tone in printed media and became an important factor in the development of the European book market. This new type of text, the book review, was influenced by ideas that had flourished in the genre of the satire and its “cleansing” critical role, and reviewers used these ideas to defend themselves against accusations of abusing this new power in the literary field. Chapters two and three follow the first steps of Icelandic book reviewers in the first half of the 19th century, who in their practice looked to European, most notably Danish, tradition of book reviews, basing their premises on the aesthetic discourse of the 18th and 19th century as well as on the developing principles of journalism. Chapters four to six research the connections and tensions, in 20th century Icelandic book reviews and into the 21st century, between the literary field on one hand and the political field, the academic field and the economic field on the other. The study concludes that reviews have functioned as rituals where we practice our ideas of the use of power, in a literary field that is part of an épistème reaching back to ancient times and is founded on a hierarchical value system. Within the ritualistic frame of book reviews, a frame which is both material and conceptual, a space can open up where the boundaries of this épistème are tested — as long as such experiments are assumed to strengthen the hierarchical literary system and thereby the hierarchical social system in general. This means that great importance is placed on how the settings and premises of reviews create a secure frame for this activity. Recently, however, there are signs that in a new media environment and a rapidly changing public sphere the importance of this function of reviews has diminished and is even fading away. The study ends with the question whether different criteria, another kind of conceptual frame, could restore this function in a different media environment. In such future speculations, it may prove useful to take into consideration the various elements this study traces in the history of book reviews and its analysis of their traditional characteristics, the tensions that have taken place in and around them and the powers they may harbour or unleash. |
Databáze: | OpenAIRE |
Externí odkaz: |