Popis: |
Umfjöllun um undur og ógnir borgarsamfélagsins er að finna í rituðum heimildum af ýmsu tagi og frá öllum tímum. Hér birtist þýðing Ásdísar Rósu Magnúsdóttur á dagbókarbrotum frá París frá tímum hundrað ára stríðsins svokallaða, sem hófst árið 1337. Í Dagbók Parísarbúa gerir óþekktur höfundur grein fyrir aðstæðum íbúa borgarinnar á tímum örbirgðar og öryggisleysis. Hann rekur ferðir konunga, segir frá bardögum, mannfalli og áhlaupum, og dregur upp myndir af daglegu lífi íbúa borgarinnar. Skortur á nauðsynjavörum, þrálátar áhyggjur af verðlagi og afkomu myndar eins konar leiðarstef í skrifum höfundar. |