'Ég virðist alltaf falla á tíma': Reynsla nemenda sem glíma við námsvanda í Háskóla íslands
Autor: | Sigrún Harðardóttir, Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir |
---|---|
Přispěvatelé: | Félagsráðgjafardeild (HÍ), Faculty of Social Work (UI), Félagsvísindasvið (HÍ), School of Social Sciences (UI), Háskóli Íslands, University of Iceland |
Jazyk: | islandština |
Rok vydání: | 2018 |
Předmět: |
Crozier
Social work Teaching method media_common.quotation_subject Streita Face (sociological concept) Focus group Hópvinna Fagmennska Kennsluaðferðir ComputingMilieux_COMPUTERSANDEDUCATION Mathematics education Háskólanám Active listening Group work Psychology Háskólanemar Diversity (politics) media_common Líðan |
Popis: | Publisher's version (útgefin grein) Háskólar þurfa að bregðast við aukinni fjölbreytni í hópi nemenda með því að mæta ólíkum þörfum þeirra. Í greininni eru kynntar niðurstöður rannsóknar á upplifun og reynslu nemenda sem stunda nám við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands. Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á reynslu nemenda sem glíma við námsvanda. Leitað var svara við eftirfarandi rannsóknarspurningu: Hvað styður og hvað hindrar nemendur í HÍ sem glíma við námsvanda í að takast á við nám sitt? Tekin voru þrjú einstaklingsviðtöl og rýnihópsviðtal við sex nemendur í BA-námi við félagsráðgjafardeild. Niðurstöður sýna að viðmælendur voru ánægðir með ýmsa þætti í skipulagi námsins og fannst skilningur kennara á stöðu þeirra vera góður en töldu þó að í kennsluháttum væru ýmsar hindranir sem gerðu þeim erfitt fyrir. Þær hindranir felist meðal annars í erfiðleikum við aðlögun að háskólasamfélaginu, álagi í námi sem veldur streitu og kvíða og því að of lítið tillit sé tekið til námsvanda þeirra. Slík innsýn í viðhorf nemenda sem glíma við námsvanda getur gagnast kennurum við að taka tillit til fjölbreytileikans í nemendahópnum og stuðlað þannig að bættri sálfélagslegri líðan nemenda, sem aftur hjálpar þeim við námið. Auk þess sýna niðurstöður að aukin áhersla á kennslu í fræðilegum vinnubrögðum ásamt virkri endurgjöf í námi getur hjálpað nemendum með námsvanda. |
Databáze: | OpenAIRE |
Externí odkaz: |