Skógarkerfill – Illgresi eða vannýtt matarauðlind

Autor: Reykdal, Ólafur, Jensen, Sophie
Jazyk: islandština
Rok vydání: 2021
Předmět:
DOI: 10.5281/zenodo.5810323
Popis: Skýrsla þessi var unnin fyrir Ástu Þórisdóttur hjá Sýslinu verkstöð vegna Matvælasjóðsverkefnis hennarSkógarkerfill – Illgresi eða vannýtt matarauðlind. Gerðar voru mælingar á næringarefnum og aðskotaefnum í skógarkerfli. Fræðigreinar og aðrar upplýsingar voru rýndar með tilliti til nýtingar skógarkerfils til manneldis og annarrar hagnýtingar. Í ljós kom að laufblöð og rætur skógarkerfils innhalda ýmis næringarefni og aðskotaefnin sveppaeiturefni (e. mycotoxín) og þungmálmar voru ekki mælanleg eða undir mörkum reglugerðar. Við rýni fræðigreina kom í ljós að skógarkerfill inniheldur efnið deoxýpódópýlótoxín (DOP) sem hefur krabbameinsfrumuhemjandi áhrif. Þetta efni er í hæstum styrk í rótum skógarkerfils og takmarkar nýtingu plöntunnar til manneldis. Skógarkerfils ætti ekki að neyta í miklu magni. Kanna mætti notkun plöntunnar í textíl, umbúðir, pappír og byggingarefni. Í skýrslunni eru dregnar saman ályktanir og tillögur. _____ This work was carried out for Ásta Þórisdóttir as a part of her project on utilization of cow parsley. Analysis of selected nutrients and food contaminants were carried out. Information on cow parsley in scientific articles was studied. The nutrient content was reported. Mycotoxins and heavy metals were not detected or below the maximum limits set in regulation. The existence of the active compounddeoxypodopylotoxine(DOP) in cow parsley was reported in the literature. This compound has antitumor activity which is not preferable for foods. Therefore, cow parsley should not be consumed in great amounts, particularly the roots which have the highest concentration. The utilization of cow parsley for textile, packaging, paper-like material and construction material should be studied. The report includes conclusions and recommendations. 
Databáze: OpenAIRE