Um mörk stórfelldrar líkamsárásar og tilraunar til manndráps

Autor: Gunnar Atli Gunnarsson
Rok vydání: 2022
Zdroj: Tímarit lögfræðinga. 72
ISSN: 2351-423X
0493-2714
DOI: 10.33112/tl.72.3.4
Popis: Útdráttur: Í greininni er leitast við að gera grein fyrir mörkum stórfelldrar líkamsárásar samkvæmt 2. mgr. 218. gr. hgl. og tilraunar til manndráps samkvæmt 211. gr., sbr. 20. gr. sömu laga. Þannig er leitast við að draga fram tiltekin viðmið sem dómstólar líta til við mat á framangreindum mörkum. Í samræmi við efnislegt inntak viðfangsefnisins er farið ítarlega yfir þá réttarframkvæmd sem liggur fyrir um efnið. Fyrst er með almennum hætti vikið stuttlega að inntaki og þróun 20. gr., 211. gr. og 2. mgr. 218. gr. hgl. Þá er stuttlega gerð grein fyrir inntaki tjónsbrota. Loks er vikið að fyrrgreindum viðmiðum sem réttarframkvæmd ber með sér að komi til álita við mat á mörkum stórfelldrar líkamsárásar og tilraunar til manndráps. Þar er gerð grein fyrir mismunandi verknaðaraðferðum sem komið hafa til skoðunar dómstóla við framangreint mat og meðal annars fjallað um nýlegan dóm Hæstaréttar. Jafnframt eru afleiðingar verknaðar teknar til athugunar og loks gerð grein fyrir öðrum atriðum sem koma til álita við mat á huglægri afstöðu ákærða á verknaðarstundu. Að endingu eru helstu niðurstöður dregnar saman. Refsiréttur. Tilraun til manndráps. Stórfelld líkamsárás. ON THE BOUNDARIES OF SERIOUS PHYSICAL ASSAULT AND ATTEMPTED MANSLAUGHTER Gunnar Atli Gunnarsson, law clerk at the Supreme Court of Iceland: Abstract: This paper provides a comprehensive overview on the boundaries of serious physical assault and attempted manslaughter. Accordingly, an effort is made to highlight certain criteria that the courts consider when assessing the above-mentioned boundaries. In accordance with the substantive content of the paper the courts judgments available on the content is reviewed in detail. First, in a general way, a brief reference is made to the content and development of Article 20, Article 211 and Article 218, paragraph 2, of the General Penal Code (Law No. 19/1940). Finally, reference is made to the aforementioned criteria that courts consider when assessing the boundaries of serious physical assault and attempted manslaughter. The paper describes the different methods of action that have been considered by the courts in the aforementioned assessment and discusses a recent judgment of the Supreme Court. Furthermore, the consequences of the act are taken into consideration and finally other points that come into consideration when assessing the subjective attitude of the accused at the time of the act are explained. Finally, the main results are summarized. Criminal law. Attempted manslaughter. Serious physical assault.
Databáze: OpenAIRE