Autor: |
Guðrún Geirsdóttir, Anna Ólafsdóttir |
Rok vydání: |
2022 |
Předmět: |
|
Zdroj: |
Netla. |
ISSN: |
1670-0244 |
DOI: |
10.24270/serritnetla.2022.88 |
Popis: |
Í greininni verður fjallað um rannsókn sem höfundar unnu meðal háskólakennara sem stunduðu diplómunám í háskólakennslufræðum á vegum Menntavísindasviðs og Kennslumiðstöðvar HÍ á árunum 2014–2016. Markmið diplómunámsins er meðal annars að efla kennslufræðilegar rannsóknir og fræðilega nálgun í háskólakennslu og byggir námið á hugmyndum um fræðimennsku náms og kennslu (e. Scholarship of Teaching and Learning – SoTL). Í náminu glíma þátttakendur við að gera rannsóknir á sviði kennslufræða sem flestum er nýlunda. Tekin voru rýnihópaviðtöl við tvo hópa háskólakennara sem voru eða höfðu verið þátttakendur í háskólakennslufræði og reynsla þeirra af að vera rannsakendur eigin kennslustarfs könnuð. Helstu niðurstöður voru þær að þótt þátttakendurnir væru öll reyndir rannsakendur á sínum fræðasviðum fylgdu því þekkingarfræðilegar, aðferðafræðilegar og siðferðilegar áskoranir að fóta sig innan menntunarfræðanna. Í greininni verður gerð grein fyrir reynslu þátttakenda af náminu og þeim áskorunum sem þau glímdu við í rannsóknum sínum. Jafnframt verða niðurstöður ræddar í ljósi breyttra hugmynda og viðhorfa til formlegrar kennsluhæfni þeirra sem sinna kennslu á háskólastigi. |
Databáze: |
OpenAIRE |
Externí odkaz: |
|