Gildi meistaraprófsverkefna fyrir fagmennsku uppeldisstétta: Reynsla útskrifaðra meistaranema

Autor: Hafdís Guðjónsdóttir, Svanborg Rannveig Jónsdóttir, Karen Rut Gísladóttir, Edda Óskarsdóttir, Anna Katarzyna Wozniczka
Rok vydání: 2022
Předmět:
Zdroj: Netla.
ISSN: 1670-0244
DOI: 10.24270/serritnetla.2022.87
Popis: Kennaramenntun á Íslandi er fimm ára sérmenntun á háskólastigi; þrjú ár í grunnnámi og tvö á meistarastigi. Eftir meistarapróf til kennsluréttinda eiga kennarar að hafa góða fræðilega sérþekkingu, geta nýtt helstu rannsóknaraðferðir í uppeldis- og menntunarfræðum, tekið þátt í faglegri umræðu og rökstutt skoðanir á málefnum með fræðilegri þekkingu og rannsóknarniðurstöðum. Til 2020 var skylt að ljúka meistaranáminu með minnst 30 eininga lokaverkefni. Frá hausti 2020 hefur Menntavísindasvið boðið upp á meistaranám til kennsluréttinda án þess að gera lokaverkefni, svokallað MT-nám (e. master of teaching).Tilgangur rannsóknarinnar var að varpa ljósi á gildi þess að vinna MEd-/MA-verkefni í meistaranámi á Menntavísindasviði. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvernig útskrifaðir meistaranemar upplifðu ferlið við að vinna rannsóknartengt meistaraverkefni og hvaða gildi þeir töldu það hafa fyrir sig sem fagmenn.Rannsóknin byggði á aðferðafræði eigindlegra rannsókna. Gögnum var safnað með eigindlegri spurningakönnun þar sem svör fengust frá 58 þátttakendum og rýnihópaviðtölum við 20 þátttakendur. Greining gagna fólst í láréttri greiningu á svörum við spurningalista og lóðréttri greiningu gagna úr rýnihópaviðtölum.Niðurstöður benda til þess að flestir þátttakendur hafi talið sig hafa haft mikið gagn af að hafa unnið rannsóknartengt lokaverkefni. Í gegnum rannsóknarferlið upplifðu þeir valdeflingu og töldu sig eiga auðveldara með að taka afstöðu, útskýra vinnubrögð sín og fylgja þeim eftir.
Databáze: OpenAIRE