Örugg netföng. Tillaga um þjóðarnetföng á Íslandi

Autor: Haukur Arnþórsson
Jazyk: angličtina
Rok vydání: 2010
Předmět:
Zdroj: Stjórnmál og Stjórnsýsla, Vol 6, Iss 1 (2010)
ISSN: 1670-6803
Popis: Þjóðarnetföng eru lausn fyrir samskipti á netinu milli almennings annars vegar, þar sem hann kemur fram undir eigin nafni og hins vegar aðila sem þurfa að vita við hvern þeir tala svo sem stjórnvöld og stjórnmálastofnanir, fjölmiðla, fjármálafyrirtæki og viðskiptafyrirtæki. Lausnin breytir ekki möguleikum varðandi nafnleysi netsins. Þjóðarnetföng gætu haft umtalsverð félagsleg áhrif og aukið öryggi netvinnslu innanlands. Þau henta sérstaklega vel fyrir börn og unglinga og eldra fólk og er eðlilegt að skólar taki þau upp í rekstri sínum. Þjóðarnetföng auðvelda úrlausn ýmissa opinberra verkefna og með þeim má nota margar vottanaaðferðir, sem virðist í takt við framtíðarþarfir. Þjóðarnetföng sameina bandarískar leiðir í auðkennanotkun, sem byggja á netföngum og evrópskar, sem byggja á vottunum. Samanlagt mynda þær kerfi sem vísar til framtíðar.
Databáze: OpenAIRE